Elsku elítan stendur vaktina

Það væri stórskaði fyrir Þjóðarfyrirtækið og stafræna gúlagið ef fólk færi að veiða krabbadýr við strendur landsins, í leyfisleysi og framhjá auðlindagjaldinu. En Elítan stendur vaktina og passar okkur. Stafræna paradísin innleidd hraðar en hugur rær, auðkennis-húðflúrin á leiðinni, með snjallnemum og nákvæmu eftirliti.

Ekki? Hefurðu ekki fylgst með, Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna var að tilkynna að innan fimm ára yrðu allir komnir með innbyggða gagnasöfnunar lausn, Gúgúl er að klára auðkennis-húðflúrið, og stolt af.

Allir eru með nefið í snjallsímanum, borga vörurnar með snjallúrinu, horfá á snjallfréttir, Skatturinn afgreiðir skattskýrsluna sjálfkrafa - hvort sem þú staðfestir eða ekki - launagreiðendur innheimta skattinn áður en þú færð launin.

Þú ert hamingjusamur, fullsprautaður, og veist það.

Þú umfram allt, fattar ekki hversu óheilbrigð og dystópísk viðhengt frétt er, og það er gott. Þú átt ekki að fatta það.


mbl.is Gripu krabbaþjófa í Geldinganesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur R.

Allir segir þú borga með nefinu, snjallúrum, símum eða einhverju annarri vitleysu. Er allavega ekki sá maður .. las að vísu google samninginn yeb sem þú samþykkir til að nota google veskið og það var ekki eitthvað sem ég vildi samþykkja en hver í fjandanum les þetta?  lol Er sjálfur 50 ára en hef eldst hraðar útaf tækninni sem er komin og er sjálfur týndur í henni. Hlutir fara bara of hratt í gegn og maður missir marks.

Er ekki sprautaður en er ekki hamingjusamur að hafa horft upp á alla þessu illsku sem heimurinn hefur upplifað og býr til og virðist ekki fara batnandi.

Talar alltaf um að flýja! Hvert nákvæmlega flýjum við helvíti?

Þröstur R., 28.6.2025 kl. 01:43

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Góð ábending Guðjón, -fólki munar nú lítið um að bæta á sig einu tattúi, ef það er á annað borð eitthvað pláss.

Mér kvíðir mest fyrir því þegar elítan kvótasetur og innheimtir auðlindagjöld af bláberjum fyrir þjóðina. Þá er ég smeykur um að manni muni líða eins og krækiber í helvíti.

Annars er rafræna gúlagið orðið svo rammgert að það eru sífellt fleiri að verða læstir úti, -öryggisins vegna. Þar gæti orðið góður félagskapur þar áður en yfir lýkur.

Bestu kveðjur.

Magnús Sigurðsson, 28.6.2025 kl. 07:19

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

Takk fyrir innlitið, félagar, og góðar ábendingar. Veit ekki hvort þarf að taka það fram, en minn hefur gert alhæfingar að listgjörningi.

Hvert maður flýr? Maður spyr þann sem útdilkar (Delievers).

Erettekki kúl nýyrði?

Guðjón E. Hreinberg, 28.6.2025 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband
OSZAR »